18c309d6-d8d4-4e1f-988f-5e6ac508451a_L.jpg
 

Flughátíðin á Hellu

Hápunktur

sumarsins

12 - 14 júlí 2019

 

Afmælishátíð - Flug á Íslandi 100 ára

Helluhátíðin í ár verður tileinkuð því að 100 ár eru liðin frá því að flug hófst á Íslandi. Hátíðin er liður í áralöngum fögnuði Flugmálafélagsins á þessum merku tímamótum.

Hellu gefst þér tækifæri á að kynnast fluginu með einstökum hætti. Svæðið er ein samfelld flugsýning frá föstudegi til sunnudags og getur þú skoðað vélarnar, setið við flugbrautina, fylgst með alls konar loftförum á svæðinu leika listir sínar og notið sólarinnar á sama tíma.

Það verða vélar í lofti og fólk á ferli alla helgina. Hápunktur krakkanna er karamellukastið á laugardeginum þar sem sælgæti rignir yfir svæðið og allir safna því sem þeir geta, fjölskyldan mætir svo í grillveislu um kvöldið og fullorðnir mæta svo á ekta íslenskt sveitaball í flugskýlinu á Hellu síðar um kvöldið.

Auk þess verða á svæðinu fjölbreytt flugtengd skemmtun svo sem flugdrekar, flugvélar til þess að skoða, litli flugturninn, o.fl.

Komdu á Hellu í júlí og njóttu flugsumarsins eins og það gerist best. Við hlökkum til þess að sjá þig!

 

Flugmálafélag Íslands

 

Dagsetning

12 - 14 júlí 2019

 

Staðsetning

Flugvöllurinn á Hellu

Leiðbeiningar
 

Aðgangseyrir

Auglýst síðar.

Allir velkomnir

 

 

Dagskrá

´Hátíðin er opin flughátíð þar sem flugvélar af öllum stærðum og gerðum eru á flugi meira og minna alla helgina. Það er því stanslaus dagskrá í loftinu á svæðinu.

 

Föstudagur

Dagur

Gestir mæta á svæðið og koma sér fyrir.

Flugvélar mæta hver á fætur annarri.

Kvöld

Engin formleg dagskrá.

Laugardagur

Dagur

Samfelld flugsýning frá 12-18 þar sem flugvélar af öllum gerðum taka á loft, lenda og sýna listir sínar yfir svæðinu.

Kvöld

19:00 Grillveisla
22:00 Sveitaball í Flugskýlinu

Hljómsveitin spilar fyrir dansi.

Sunnudagur

Dagur

Flugvélar leggja af stað til síns heima.

Gestir taka saman og fara heim.

 
 
 

Íslandsmóti í flugi

Íslandsmótið í flugi verður haldið dagana fyrir flughátíðina á Helluflugvelli.

Mótið er sérstaklega hugsað fyrir almenna flugmenn og aðstoðarflugmenn sem vilja taka þátt, skemmta sér og gera sitt besta í flugþrautum.

 

 

Kort af svæðinu

Einfalt er að komast á svæðið. Þegar komið er frá Reykjavík er keyrt í gegnum Hellu og beygt til vinstri þegar komið er fram hjá Holtakjúklingi við þjóðveginn.